21.10.2014 | Sveitarfélagið Árborg keppir í Útsvari á Rúv nk. föstudag 24.okt.

Forsíða » Fréttir » Sveitarfélagið Árborg keppir í Útsvari á Rúv nk. föstudag 24.okt.

image_pdfimage_print

Föstudaginn 24. október kl. 20:15 mætast Sveitarfélagið Árborg og Skagafjörður í sjónvarpsþættinum Útsvari á Rúv. Lið Árborgar er skipað þeim Ragnheiði Ingu Sigurgeirsdóttur, Hrafnkel Guðnasyni og Gísla Þór Axelssyni. Búast má við spennandi keppni og eru íbúar hvattir til að fjölmenna í sjónvarpssal til að hvetja sitt lið áfram og er það öllum að kostnaðarlausu að mæta í sjónvarpssal. Hægt er að mæta upp í Efstaleiti 1 (RÚV) um 19:30 á föstudaginn og gengið er inn um aðalinnganginn.