5.1.2018 | Sveitarfélagið Árborg komið í 9000 íbúa

Forsíða » Fréttir » Sveitarfélagið Árborg komið í 9000 íbúa

Mynd: MHH

image_pdfimage_print

Sveitarfélagið Árborg er ört stækkandi sveitarfélag en á árinu 2017 fluttu 500 íbúar í Árborg. Allir byggðarkjarnar sveitarfélagsins bæta við sig íbúum sem er mjög jákvætt enda vilji til að halda áfram að bjóða upp á fjölbreytt búsetuform í sveitarfélaginu. Núna í byrjun árs 2018 náði Sveitarfélagið Árborg síðan þeim áfanga að íbúi númer 9000 flutti í sveitarfélagið. Þetta voru hjónin Stefán Hannes Jónsson og Bára Leifsdóttir sem fluttu í Gráhelluna á Selfossi. Þau voru skráð inn sem íbúar númer 8999 og 9000 en Bára fær titilinnn „9000 íbúinn í Sveitarfélaginu Árborg“.

Sveitarfélagið Árborg óskar þeim til hamingju og býður þau ásamt öðrum sem fluttu á árinu velkomin í Sveitarfélagið Árborg.