16.5.2018 | Sveitarfélagið Árborg og Golfklúbbur Selfoss undirrita samning um Svarfhólsvöll

Forsíða » Fréttir » Sveitarfélagið Árborg og Golfklúbbur Selfoss undirrita samning um Svarfhólsvöll

image_pdfimage_print

Sveitarfélagið Árborg og Golfklúbbur Selfoss skrifuð á dögunum undir langtímasamning sem tryggir golfklúbbnum landsvæði undir núverandi golfvöll ásamt nýju svæði undir 18 holur og æfingasvæði. Um tímamótasamning er að ræða þar sem Golfklúbbur Selfoss hefur verið í óvissu með landssvæði til framtíðar vegna nýs vegstæðis þjóðvegar 1 sem mun liggja meðfram Svarfhólsvelli. Samningurinn tryggir golfklúbbnum nægt landsvæði meðfram Ölfusá til að byggja upp til framtíðar og koma Svarfhólsvelli í fulla stærð. 

Á meðfylgjandi mynd skrifa þau Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar og Hlynur Geir Hjartarson, framkvæmdastjóri GOS undir samninginn. Fyrir aftan standa félagar úr golfklúbbnum.