31.7.2019 | Sveitarfélagið Árborg óskar eftir starfsfólki í búsetuþjónustu fyrir börn

Forsíða » Auglýsingar » Sveitarfélagið Árborg óskar eftir starfsfólki í búsetuþjónustu fyrir börn
image_pdfimage_print

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir starfsfólki til starfa í þjónustuúrræði fyrir börn. Helstu markmið þjónustunnar er að veita fjölskyldumiðaða þjónustu sem mætir þörfum barna og fjölskyldna fyrir sértæka þjónustu. Auka lífsgæði barnanna, þátttöku þeirra í samfélaginu og bæta líðan þeirra. Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og barnasáttmálinn eru grunnstoðir starfseminnar.  

Um er að ræða hlutastöður í vaktavinnu

Helstu markmið starfsins eru:

  • Faglegt starf með börnum með þroskaraskanir
  • Einstaklingsmiðuð persónuleg þjónusta
  • Aðstoð og stuðningur við börnin í daglegu lífi
  • Fjölskyldumiðuð þjónusta

Hæfniskröfur:

  • Þekking og reynsla af starfi með börnum með fatlanir
  • Sjálfstæði í starfi og skipulagshæfni
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Jákvæð og góð þjónustulund

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Störfin hæfa jafnt körlum sem konum.

Umsóknir með uppýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist skriflega til Jóhönnu Frímannsdóttur, Vallholti 27, 800 Selfossi, netfang jf@arborg.is eigi síðar en 10. ágúst 2019.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Jóhanna Frímannsdóttir, forstöðumaður í búsetuþjónustu fyrir börn, jf@arborg.is, eða í síma 480-1992.