Sértæk ráðgjöf til fjölskyldna fatlaðra barna

Forsíða » Þjónusta » Félagsþjónusta » Þjónusta við börn » Sértæk ráðgjöf til fjölskyldna fatlaðra barna
image_pdfimage_print

Markmið félagsþjónustu sveitarfélaganna er meðal annars að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og er meginverkefni ráðgjafarþroskaþjálfa að efla og styðja foreldra vegna barna þeirra með fötlun.

Við staðfestingu á frávikum í þroska barns sem leitt getur til fötlunar, er mikilvægt að bregðast við með þjónustu fyrir fjölskylduna, óski hún þess. Félagsþjónustan annast ráðgjöf og stuðning við fjölskyldur og gætir velferðar og hagsmuna þeirra. Þjónusta ráðgjafarþroskaþjálfa félagsþjónustunnar er sértæk að því leiti að hún veitir einnig þjónustu á heimili fjölskyldunnar. Þjónustan nær til fjölskyldna barna yngri en 18 ára og til eftirfarandi þátta, eftir óskum foreldranna:

         Veitir upplýsingar og leiðbeiningar um réttindi og þjónustu.
         Veitir ráðgjöf við val á viðurkenndum leiðum til að auka og efla færni barna með fötlun.
         Er þátttakandi í þjónustuteymi barnsins og er foreldrunum til stuðnings í teymisstarfi.
         Veitir fjölskyldum barna  með fötlun ráðgjöf um íhlutunarleiðir, uppeldi og þjálfun barnanna á heimili þeirra.
         Veitir snemmtæka íhlutun og þjálfun til ungra barna á heimili þeirra.

         Á samstarf við sérfræðinga svo sem Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, Barna- og unglingageðdeildar, Heilsugæslunnar, Landspítala háskólasjúkrahús, aðra ráðgjafa félagaþjónustunnar, sérfræðiþjónustu sveitarfélaganna, leik- og grunnskóla ofl. vegna barnsins.

         Veitir ungmennum og foreldrum þeirra ráðgjöf varðandi athafnir daglegs lífs, félagsþátttöku, skóla- og/eða atvinnuþátttöku, sumarúrræði ofl.

         Veitir fræðslu til aðstandenda, tengslastofnanna og samstarfsfólks um fatlanir, íhlutunarleiðir og aðstæður barna og ungmenna með fötlun og fjölskyldna þeirra.

Sértæk ráðgjöf heim
Ráðgjöf þroskaþjálfa til foreldra á heimili þeirra miðast við þarfir barna með fötlun fyrir umönnun og þjálfun og að gera foreldrum kleift að nýta sértækar íhlutunarleiðir við uppeldi og umönnun barna sinna. Lögð er áhersla á að ráð og leiðbeiningar falli að aðstæðum fjölskyldunnar og hafi velferð hennar í huga. Ráðgjöfin beinist helst að daglegum athöfnum fjölskyldunnar m.t.t þarfa barnanna, samræmingu vinnubragða milli skóla og heimilis, leiðbeininga vegna hegðunar barnanna og samskipti þeirra, fræðsla og val á íhlutunarleiðum, forgangsröðun á þjálfun/kennslu barnanna  m.t.t  þarfa þeirra og fjölskyldunnar, fræðsla um fatlanir fyrir foreldra og aðra nákomna börnunum, greining á þörf fyrir þjónustu og frekari ráðgjöf sérfræðinga t.d iðju- og/eða sjúkraþjálfa, einhverfu- og/eða atferlisráðgjafa. Hugar að líðan foreldra og systkina og aðstoðar fjölskylduna við að leita ráða vegna þess. 

Snemmtæk íhlutun
Ráðgjöf þroskaþjálfa og þjálfun heim til ungra barna byggir á hugmyndum snemmtækrar íhlutunar sem leggur áherslu á markvissar aðgerðir til að hafa sem mest áhrif á þroskaframvindu barns eins snemma á lífsleiðinni og unnt er. Í samstarfi við foreldra og greiningaraðila er unnið að mati á stöðu barnsins og markmiðum þjálfunar. Þjálfun fer fram á heimili barnsins, þar til leikskólaganga hefst.  

Umsókn um sértæka ráðgjöf er send til félagsþjónustunnar í heimabyggð barnsins, á þar til gerðu eyðublaði sem einnig er að finna á heimasíðu viðkomandi félagsþjónustu:

Velferðarþjónusta Árnesþings
       Hveragerði. www.hveragerdi.is
       Þorlákshöfn. www.olfus.is
       Laugarás. www.laugaras.is

Félagsþjónustan í Árborg, Selfossi. www.arborg.is

Félagsþjónusta Rangárvalla og Vestur-Skaftafellssýslu, Hvolsvelli. www.felagsmal.is 

Sigríður Elín Leifsdóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi                Halla Steinunn Hinriksdóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi
þjónustusvæði Suðurlands.                                                   Félagsþjónusta Árborga
sigridurelin@arborg.is  Sími 480-1900                              hallast@arborg.si  Sími 480-1900

 
Umsókn um sértæka ráðgjöf til foreldra barna með fötlun