Stuðningsfjölskyldur

Forsíða » Þjónusta » Félagsþjónusta » Þjónusta við börn » Stuðningsfjölskyldur
image_pdfimage_print

Stuðningsfjölskyldur út frá barnaverndarlögum
Með stuðningsfjölskyldu er átt við aðila sem fenginn er á vegum barnaverndarnefndar fyrst og fremst til að taka á móti barni á einkaheimili í því skyni meðal annars að tryggja öryggi barnsins, létta álagi af barni og fjölskyldu þess og leiðbeina foreldrum og styðja þá í uppeldishlutverkinu samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002.

Stuðningsfjölskyldur  út frá lögum um málefni fatlaðs fólks
Sveitarfélögum er skylt að tryggja að fjölskyldur fatlaðra barna, sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu, eigi kost á þjónustu stuðningsfjölskyldna eftir því sem þörf krefur.  Sú þörf er metin í samráði við foreldra barnsins og miðar að því að létta álagi af fjölskyldu og auka félagslega þátttöku barnsins.  Slíkri umsjá fylgir ekki krafa um sérstaka þjálfun eða hæfingu umfram þá daglegu þjálfun sem felst í almennum kröfum sem lúta að barnauppeldi, sbr. lög um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992.

Sjá hér verklagsreglur vegna stuðningsfölskyldna.

Bæklingur fyrir stuðningsfjölskyldur  

Umsókn um stuðningsfjölskyldur og/eða skammtímavistun