Umönnunargreiðslur

image_pdfimage_print

Foreldrar fatlaðra barna geta sótt um umönnunargreiðslur til  Tryggingastofnunar ríkisins

Matið byggist á upplýsingum úr læknisvottorði og frá foreldrum. Tekið er mið af fötlun barnsins og þeirri þjónustu sem það nýtur utan heimilis. Við ákvörðun á umönnunarmati er tekið tillit til umönnunarþyngdar og sérstakra útgjalda sem skapast vegna fötlunar barnsins. Sótt er um umönnunargreiðslur til Tryggingastofnunar ríkisins en ráðgjafi félagsþjónustunnar veitir umsögn og gerir tillögur að umönnunarmati. Endanleg ákvörðun umönnunarmats er ávallt Tryggingastofnunar ríkisins og annast hún allar greiðslur þess efnis. Umönnunargreiðslur eru samþykktar til ákveðins tíma og endurmetnar með reglulegu millibili.