Búseta með sólarhringsaðstoð

Forsíða » Þjónusta » Félagsþjónusta » Þjónusta við fullorðna » Búseta með sólarhringsaðstoð
image_pdfimage_print

Sértækt húsnæði með sólarhringsþjónustu

Á þjónustusvæði Suðurlands um málefni fatlaðs fólks eru starfrækt fjögur heimili með sólarhringsþjónustu. Heimilin eru ætluð fötluðu fólki, 18 ára og eldri. Þau eru staðsett á Selfossi, í Hveragerði og í  Þorlákshöfn.

Samkvæmt 3. gr. verklagsreglna þjónustusvæðisins um afgreiðslu umsókna um húsnæði og þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum, er skilyrði fyrir því að fá húsnæðiskost með sólarhringsaðstoð að fyrir liggi staðfesting á þjónustuþörf samkvæmt reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.  Það er að umsækjandi sé metinn skv. mati á stuðningsþörf (SIS –mat) í stuðningsþörf flokk 5 eða ofar.

Við 16 ára aldur er hægt að sækja um þjónustuna sem kemur þó ekki til framkvæmda fyrr en við 18 ára aldur og að skilyrði fyrir metna stuðningsþörf sé náð.  Sótt er um á þar tilgerðu umsóknareyðublaði og tekur félagsþjónustan í lögheimilissveitarfélagi umsækjenda við umsókn.

Staðsetning heimila:  

Vallholt 9 Selfossi –  einbýlishús með 5 herbergjum og sameiginlegu rými
Katrín Bjarnadóttir forstöðumaður. Sími: 480-6922
Netfang: katrinb(hjá)arborg.is

Vallholt 12-14 Selfossi – fimm íbúðir með sólarhringsþjónustu og sameiginlegu rými
Guðrún Linda Björgvinsdóttir,  forstöðuþroskaþjálfi. Sími: 480-6923
Netfang: gudrunl@arborg.is

 

Birkimörk 21-27 Hveragerði – fimm íbúðir með sólarhringsþjónustu og sameiginlegu rými
Steinunn Jónsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi. Sími: 483-4030
Netfang: birkimork(hjá)hveragerdi.is

 

Selvogsbraut 1 Þorlákshöfn – sex íbúðir með sólarhringsþjónustu
Steinunn E. Þorsteinsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi. Sími:  483-3844 GSM: 893-3816 / 864-5807
Netfang: selvogur(hjá)olfus.is