Félagsleg heimaþjónusta

Forsíða » Þjónusta » Félagsþjónusta » Þjónusta við fullorðna » Félagsleg heimaþjónusta
image_pdfimage_print

Félagsleg heimaþjónusta   Sjá bækling

Þjónusta við aldraða, öryrkja og fatlaða íbúa í Árborg miðar að því að þeir geti búið eins lengi og unnt er í heimahúsum og við sem eðlilegast heimilislíf.

Heimaþjónusta er veitt eftir að metin hefur verið þjónustuþörf þess er um þjónustuna sækir. Matið er gert af  yfirmanni félagslegrar heimaþjónustu eða staðgengli hans, og er gert í samvinnu við umsækjandann. Ekki er óalgengt að sjúkrahús, heilsugæsla eða aðstandendur viðkomandi séu einnig með í ráðum.
Unnið er samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga  40/1991, – lögum um málefni aldraðra 125/1999 og lögum um málefni fatlaðra 59/1992.

Heimaþjónusta er nú veitt á um 170 heimilum í Árborg. Langflestir notendur heimaþjónustu eru aldraðir en einnig er verið að þjónusta fatlaða, öryrkja og þá sem búa við tímabundin veikindi eða félagslega erfiðleika.

Segja má að félagsleg heimaþjónusta byggi á fjórum þáttum:

  • Almenn heimilisþrif (er þjónustan þá að öllu jöfnu veitt aðra hverja viku)
  • Félagsleg aðstoð (aðstoð við innkaup, samvera og jafnvel gönguferðir og er þjónustan þá að öllu jöfnu veitt vikulega)
  • Persónuleg félagsleg aðstoð (aðstoð við klæðnað, lyf, mat og hjálpartæki og fer tíðni þjónustu þá eftir þörfum og mati)
  • Innlit / eftirlit ( tíðni þjónustu fer eftir þörfum og mati)

Félagsleg heimaþjónusta er veitt frá:

  • kl. 8:00 – 17:00 og 18:00 – 22:00 alla virka daga
  • kl. 18:00 – 22:00 um helgar og á rauðum dögum. 

Náið samstarf er á milli heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu, þar sem þjónustuþegar þessara stofnananna skarast í mörgum tilvikum og er þá gott að vera í góðu samstarfi upp á að nýta þjónustuna sem best.

Gjald er tekið fyrir þjónustu vegna heimilisþrifa ef tekjur þjónustuþega eru yfir viðmiði sem sveitarfélagið setur, en ef tekjur eru undir viðmiðinu er þjónustan gjaldfrí.

Félagsleg aðstoð, persónuleg aðstoð, innlit og eftirlit eru gjaldfrí í öllum tilvikum.

Greitt er kílómetragjald vegna aksturs ef aðstoðað er við innkaup

Frekari upplýsingar veita:
Sonja Eyfjörð Skjaldardóttir, deildarstjóri félagslegrar heimaþjónustu,  sonjaes@arborg.is  / Sími 480-1900
Ester Halldórsdóttir, forstöðumaður félagslegrar heimaþjónustu,  ester.halldors@arborg.is / Sími 480-1900 ( í leyfi)
Bryndís Jónsdóttir, bryndis.jons@arborg.is

UMSÓKN um félagslega heimaþjónustu, hér
REGLUR um félagslega heimaþjónustu, hér…
GJALDSKRÁ um félagslega heimaþjóstu, hér..