Félagslegar leiguíbúðir

Forsíða » Þjónusta » Félagsþjónusta » Þjónusta við fullorðna » Félagslegar leiguíbúðir
image_pdfimage_print

Félagslegar leiguíbúðir eru ætlaðar einstaklingum og fjölskyldum sem þurfa sérstaka aðstoð við að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrði og/eða annarra félagslegra erfiðleika og skulu fjárhags- og félagslegar aðstæður þeirra metnar út frá ákveðnum viðmiðum reglna um félagslegar leiguíbúðir í Sveitarfélaginu Árborg.

Réttur til að komast á biðlista eftir félagslegu húsnæði, fá úthlutuðu leiguhúsnæði og til áframhaldandi leiguréttar er bundinn skilyrðum um tekju- og eignamörk umsækjanda, búsetu í sveitarfélaginu síðastliðin tvö ár og félagslegum aðstæðum umsækjanda sem skulu metnar sérstaklega samkvæmt matsreglum.

UMSÓKN um félagslega leiguíbúð

REGLUR um félagslega leiguíbúð

UPPSÖGN á félagslegu leiguhúsnæði