Ferðaþjónusta

image_pdfimage_print

Ferðaþjónusta fatlaðra – þjónusta við börn og fullorðna

Sveitarfélagið Árborg vill tryggja fötluðum skilyrði til að lifa sem eðlilegustu lífi miðað við getu hvers og eins. Með ferðaþjónustu fatlaðra í Árborg er fötluðum gert kleift að stunda nám, vinnu, tómstundir, sækja þjónustu á hæfingar- og endurhæfingarstöðvar, dagvistarstofnanir fatlaðra, verndaða vinnustaði, skammtímavistun og aðra sértæka þjónustu sem veitt er fötluðum sérstaklega.

Ferðaþjónusta fatlaðra er ætluð þeim íbúum sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu, heyra undir lög um málefni fatlaðra, nr. 59/1992, þarfnast sérstakrar þjónustu og stuðnings af þeim sökum og uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna skilyrða:

a) Bundnir hjólastól

b) Blindir

c) Þurfa sérhæfða ferðaþjónustu til að komast leiðar sinnar vegna andlegrar og/eða líkamlegrar fötlunar.

Umsókn um ferðaþjónustu er hægt að nálgast hér ….

Reglur Sveitarfélagsins Árborgar er að finna hér og gjaldskráin hér..

Gjaldskrá yfir ferðaþjónustu fatlaðra hér..