Fjárhagsaðstoð

image_pdfimage_print

Fjárhagsaðstoð
Markmið fjárhagsaðstoðar er að tryggja að þeir einstaklingar, hjón og fjölskyldur sem ekki geta séð sér og sínum farborða án aðstoðar, fái fjárhagsaðstoð, sbr. IV. og VI. kafla laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga og III. kafla reglna þessara. Sama rétt til fjárhagsaðstoðar og hjón hafa samkvæmt reglum þessum hefur einnig fólk í óvígðri sambúð.

Fjárhagsaðstoð er eingöngu ætluð til framfærslu en ekki til fjárfestinga eða greiðslu skulda. Heimilt er að veita einstaklingum og fjölskyldum aðstoð vegna sérstakra aðstæðna, sbr. ákvæði IV. kafla reglna þessara.

Jafnan skal kanna til þrautar aðra möguleika en fjárhagsaðstoð, s.s. frá almannatryggingum, atvinnuleysistryggingum, lífeyris- og sjúkrasjóðum stéttarfélaga og námsstyrki. Fjárhagsaðstoð skal veitt í eðlilegum tengslum við önnur úrræði, svo sem ráðgjöf og leiðbeiningar, í samræmi við V. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr.40/1991.

Umsækjendum um fjárhagsaðstoð er skylt að leita sér að atvinnu og taka vinnu sem býðst nema því aðeins að veikindi, örorka, hár aldur eða aðrar gildar ástæður hamli því. Fjárhagsaðstoð skal veitt fólki í tímabundnum erfiðleikum og er hugsuð sem aðstoð við einstaklinga og fjölskyldur til að mæta grunnþörfum þeirra.

Umsókn um fjárhagsaðstoð er hægt að nálgast hér …
Reglur um fjárhagsaðstoð er hægt að nálgast hér..

Með umsókn þurfa eftirtalin gögn að fylgja:

  • Staðfest afrit af skattframtali eða veflykill umsækjenda/hjóna
  • Launa- tekjuseðlar síðustu þriggja mánaða
  • Læknisvottorð ef umsækjandi er óvinnufær