Vinnu- og hæfingarstöð

image_pdfimage_print

VISS,vinnu – og hæfingarstöð er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsgetu 18 ára og eldra

VISS starfar á jafnréttisgrundvelli og eftir hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Starfsemin skal vera með þeim hætti að hún tryggi sem best sjálfstæði og áhrif til sjálfsákvörðunar starfsfólks, að ráðgjöf og stuðningur sé ávallt veittur af virðingu og markvisst sé stuðlað að mannlegri reisn.
Markmiðin í okkar þjónustu eru að styðja fatlað fólk til að vera virkir þátttakendur í eigin lífi, stuðla að auknum lífsgæðum með óskir þeirra og þarfir að leiðarljósi. Starfsfólk skal haft með í ráðum um allt sem varðar einkahagi þeirra. Lögð er áhersla á að efla sjálfsákvörðun, sjálfstæði og færni til félagslegra samskipta.
Markmið með ráðgjöf og stuðningi við starfsfólk er að gefa þeim tækifæri til að reyna sig og taka ákvarðanir um eigið líf með velferð þeirra í huga.

Ráðgjöf og stuðningur felst meðal annars í:
 Ráðgjöf og stuðningi við atvinnuþátttöku
 Ráðgjöf og stuðningi við að tala sínu máli
Ráðgjöf og stuðningi við að taka ákvörðun um sitt eigið líf
 Ráðgjöf og stuðningi við athafnir daglegs lífs
 Ráðgjöf og stuðningi við félagsleg samskipti
 Ráðgjöf og stuðningi vegna menntunar

Umsókn er hægt að nálgast hér

Við erum á facebook – finndu okkur þar