6.12.2017 | Tilboð í gerð hönnunargagna

Forsíða » Auglýsingar » Tilboð í gerð hönnunargagna
image_pdfimage_print

 


Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í gerð hönnunargagna fyrir útivistarsvæði miðsvæðis á Selfossi. Meginþáttur verkefnisins snýr að Sigtúnsgarði, en önnur svæði eru Tryggvagarður, leikvöllur við Heiðarveg og opið svæði á mótum Kirkjuvegar/Sigtúns og Engjavegar.

Óskað er eftir tilboðum í allt verkið eins og því er lýst í verðkönnunargögnum.

Hönnunargögn skulu liggja fyrr tilbúin eigi síðar en föstudaginn 6. apríl 2018.

Verðkönnunargögn verða afhent á pdf formi frá og með 6. desember 2017. Beiðnir um afhendingu verðkönnunargagna skulu sendar á netfangið utbod@arborg.is þar sem fram koma upplýsingar um nafn, netfang og símanúmer bjóðanda.

Nánari upplýsingar gefur Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins, í gegnum netfangið asta@arborg.is.

 

Tilboðum skal skilað á netfangið asta@arborg.is, eigi síðar en kl. 14:00 þann 29. desember 2017.

 

Sveitarfélagið Árborg