28.9.2018 | Tilkynning frá Selfossveitum – lítill þrýstingur á heitu vatni mán. 1.okt eftir kl. 20:00

Forsíða » Fréttir » Tilkynning frá Selfossveitum – lítill þrýstingur á heitu vatni mán. 1.okt eftir kl. 20:00

image_pdfimage_print

Vegna viðgerða verður lítill þrýstingur á heitu vatni í Sveitarfélaginu Árborg mánudagskvöldið 1.október nk. Viðgerðir hefjast klukkan 20:00 og standa fram á nóttina en aðgerðum verður hraðað eins og hægt er. Íbúar eru beðnir um að fara sparlega með heita vatnið á meðan aðgerðir standa yfir og forðast notkun á blöndunartækjum (t.d sturta og böð) þar sem sérstaklega eldri tæki eru viðkvæm fyrir þrýstingsmun á heitu og köldu vatni.

Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna að skapast en viðgerðum verður hraðað eins og kostur er.