Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Forsetakosningar

Auglýsing um kjörfund vegna forsetakosninga í Sveitarfélaginu Árborg

Kjörstaður í Vallaskóla austurhluta

Kjörfundur vegna forsetakosninga í Sveitarfélaginu Árborg verður haldinn laugardaginn 27. júní 2020. 

Kjörfundur hefst kl. 9:00 og honum lýkur kl. 22:00.

Kosið er í sex kjördeildum í sveitarfélaginu. Skipt er í kjördeildir eftir búsetu kjósenda.

 Forsetakosningarkjordeildir2020

Kjósendur geta kannað á vefslóðinni www.kosning.is hvort og þá hvar þeir eru á kjörskrá í Sveitarfélaginu Árborg.

Sérstök athygli er vakin á því að kjósendum er skylt að gera kjörstjórn grein fyrir sér með því að framvísa persónuskilríkjum með mynd.

 

Aðsetur yfirkjörstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar á kjördegi verður í Vallaskóla, Sólvöllum 2, Selfossi, sími: 480 5852.

Selfossi, 22. júní 2020
Yfirkjörstjórn Sveitarfélagsins Árborgar
Ingimundur Sigurmundsson
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir
Bogi Karlsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica