Upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins í samkomubanni

Reynt verður að halda gangandi eins mikilli þjónustu sveitarfélagsins og mögulegt er á hverjum tíma þrátt fyrir samkomubann og hugsanleg veikindi eða sóttkví starfsfólks. Horft er til þess að draga úr smithættu meðal almennings og vernda lykilstarfsmenn frá sóttkví eða veikindum. Hér má finna yfirlit yfir þjónustu stofnana sveitarfélagsins meðan á samkomubanni stendur, uppfærðar jafnóðum og breytingar verða.

Grunnskólar, leikskólar og frístundastarf

Forráðamenn barna í grunnskólum, leikskólum og í frístundastarfi hafa nú fengið sendar upplýsingar um tilhögun starfs næstu daga.  Í útærslum er tekið mið  af starfsemi hverrar stofnunar fyrir sig, stærð húsnæðis og fjölda barna í samræmi við tilmæli og leiðbeiningar frá yfirvöldum. Allt starf í félagsmiðstöð, ungmennahúsi og frístundaklúbbnum Selnum fellur niður. 

Auglýsing um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar og takmarkanir á samkomubanni.

Forgangur starfsfólks í framlínustörfum að grunn og leikskólaþjónustu, frístundastarfi og þjónustu dagforeldra vegna COVID-19

Ráðhús Árborgar hefur verið opnað almenningi á ný

Ráðhús Árborgar er opið alla virka daga kl. 9 - 16. Bendum einnig á símaþjónustu þjónustuvers, 480 1900.
Hægt er að senda tölvupóst og/eða senda inn gögn á netfangið radhus@arborg.is.  Upplýsingar um önnur  netföng starfsfólks er að finna á heimasíðu Árborgar.

Austurvegur 67 er opnaður með takmörkunum, þ.m.t. Mannvirkja- og umhverfissvið, skipulags- og byggingardeild, þjónustumiðstöð, tölvudeild og Selfossveitur

Hægt er að hafa samband við starfsmenn símleiðis 480 1500 eða með tölvupósti.

Sorphirða, gámasvæði og vetrarþjónusta

Gert er ráð fyrir óbreyttri sorphirðu og vetrarþjónustu. Opnunartími gámasvæðis er óbreyttur.
Vegna sýkingarhættu verður tímabundið lokað fyrir móttöku á fatnaði í gám Rauða krossins á gámasvæði.

Sundlaugar

Sundlaugar sveitarfélagsins eru lokaðar almenningi, skólasund er hafið á ný.  

Íþróttamannvirki

Íþrótta- og frístundastarf er hafið á ný ásamt frístundaakstri í sveitarfélaginu.

Þjónustusvæði tjaldsvæða

Þjónustuhúsnæði tjaldsvæða hafa verið opnuð með skilyrðum.
Það sama gildir um þjónustuhús smáhýsa- og hjólhýsasvæða hvers konar, þar með talin langtímastæði.

Bókasöfn Sveitarfélagsins

Bókasöfn sveitarfélagsins hafa öll opnað á ný, sjá opnunartíma bókasafna

Velferðarþjónusta sveitarfélagsins:

Barnavernd og félagsþjónusta

Aukin áhersla er á símaviðtöl. Þeir íbúar sem eru á fjárhagsaðstoð geta sent tölvupóst á netfangið felagsthjonusta@arborg.is, eða haft samband í síma 480 1900 í stað þess að mæta í Ráðhúsið v/stimplunar. 
Þeir sem hafa áhyggjur af líðan eða aðstæðum barns geta sent tölvupóst á barnavernd@arborg.is eða hringt í síma 480 1900. Ef skrifstofan eru lokuð er hægt að hringja í 112.

Félagsleg heimaþjónusta

Unnið er eftir forgangslista heimaþjónustu, áhersla er lögð á samskipti í gegnum síma ef hægt er að koma því við. Með velferð þjónustuþega okkar í huga viljum við hvetja aðstandendur þeirra sem þurfa á aðstoð að halda á þessum tímum að leggja fram hjálparhönd þar sem þess gefst kostur á. Búast má við að ekki verið hægt að veita nýjum notendum þjónustu.

Sértækur stuðningur á heimili fólks með fötlun - sjálfstæð búseta

Unnið er eftir forgangslista, áhersla er lögð á samskipti í gegnum síma ef hægt er að koma því við. Hvetja aðstandendur þeirra sem þurfa á aðstoð að halda á þessum tímum að leggja fram hjálparhönd þar sem þess gefst kostur á.

Dagdvöl, Árblik og Vinaminni

Til að tryggja öryggi þjónustuþega hefur Árbliki og Vinaminni verið lokað. Starfsfólk mun skipta með sér verkum og sinna fólkinu sínu með nýjum og öruggari leiðum. 

Skammtímadvöl Álftarima 2

Stefnt er að því að halda óbreyttri þjónustu skammtímadvalar Álftarima 2 eins og kostur er samkvæmt áður úthlutuðum dvalartíma þjónustunotenda, en ekki verður um viðbótarþjónustu að ræða þó skólahald verði breytt.

Grænamörk

Húsið í Grænumörk er að mestu lokað fyrir utanaðkomandi en að sjálfsögðu opið fyrir íbúa. Þannig er leitast við að takmarka flæði í gegnum húsið. Aðstandendur geta þó enn komið í heimsóknir.

Félagsstarf eldri borgara

Félag eldri borgara hefur frestað öllu félagsstarfi um óákveðinn tíma.

VISS

Búðinni við Gagnheiði hefur verið lokað um óákveðinn tíma til að takmarka heimsóknir. Þeir sem ætla að færa VISS efnivið til að vinna úr eru beðnir um að geyma það þar til í vor. Mötuneyti verður lokað fyrir þá starfsmenn sem hafa þjónustu heima fyrir en verður haldið opnu fyrir þá sem búa einir. Leiðbeinendahópnum verður skipt þannig upp að allir séu ekki í vinnu á sama tíma.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica