16.5.2018 | Tillaga að deiliskipulagi í landi Bjarkar í Sveitarfélaginu Árborg

Forsíða » Auglýsingar » Tillaga að deiliskipulagi í landi Bjarkar í Sveitarfélaginu Árborg
image_pdfimage_print

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkti 11.maí 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í landi Bjarkar samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123 /2010.
Björk-deiliskipulag-tillaga     

Björk-deiliskipulag-tillaga-skýringarmynd 

Björk-Greinagerð

Fyrirhugað skipulagssvæði er um 40 ha að stærð og samanstendur af svokölluðu Björkurstykki, 26 ha landspildu suðvestan við Gagnheiði á Selfossi og umliggjandi svæðum úr landi Bjarkar.

Skipulagssvæðið afmarkast þannig af Eyravegi í norðvestri, Suðurhólum í norðaustri og lögbýlinu Björk í suðri.

Innan skipulagsreits er fyrirhugað að rísi íbúðabyggð með blandaðri húsagerð einbýlishúsa, par-, rað- fjórbýlis- og fjölbýlishúsa. Samtals eru áætlaðar um 670 íbúðir á svæðinu. Gert er ráð fyrir að á miðju svæðinu rísi bæði leikskóli og grunnskóli. Skipulagstillagan er liður í að mæta fjölgun íbúa á Selfossi og tryggja aðgengi fólks og fyrirtækja að byggingalóðum á Selfossi.

Grænt yfirbragð verður á milli bygginga og útisvæði verða fjölbreytt leik- og dvalarsvæði. Stíganet er fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.

Teikningar ásamt greinargerð og skilmálum, vegna tillögunnar mun liggja frammi á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi frá og með 17.maí til 28.júní 2018. Öllum er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.

Frestur til að skila athugasemdum rennur út fimmtudaginn 28.júní 2018 og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa á skrifstofu hans að Austurvegi 67, 800 Selfossi.

Á sama tíma eru teikningar,greinargerð og skilmálar til kynningar á heimasíðu Árborgar http://www.arborg.is þar sem hægt er að skoða tillöguna og senda athugasemdir

 

Virðingarfyllst,
Bárður Guðmundsson
skipulags- og byggingafulltrúi