16.5.2018 | Tillaga að deiliskipulagi Votmúla 2 og Austurkots í Sveitarfélaginu Árborg

Forsíða » Auglýsingar » Tillaga að deiliskipulagi Votmúla 2 og Austurkots í Sveitarfélaginu Árborg
image_pdfimage_print

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkti 11.maí 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í landi Votmúla 2 og Austurkots samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulag-fyrir-Austurmúla-1-4, 6 og-8

Greinagerð vegna deiliskipulags

Um er að ræða deiliskipulag á um 20 ha landbúnaðarlandi sem nær yfir Votmúla 2, landnr. 192087, sem er um 15 ha.  Um 3 ha spildu úr landi Austurkots, landnr. 166176, og vegsvæði Votmúlavegar (310) sem er um 2 ha.  Á deiliskipulagssvæðinu eru 6 lóðir undir íbúðarhúsnæði með bílskúr, gestahús, hesthús og skemmu/geymslu tengda starfseminni, 2 spildur undir vegsvæði og 1 lóð fyrir beit. Gert er ráð fyrir tveimur nýjum aðkomuvegum að lóðunum frá Votmúlavegi (310) og Lækjamótsvegi (3175).  Kvöð um aðkomuvegi verður á lóðunum.  Svæðið liggur að mörkum Nýju- Jórvíkur (210194) að vestanverðu, Jórvík landi 1 (210193) að norðvestan, Fossmúla (166216) og Lækjamóti 1 (166198) að norðan. Svæðið liggur að Lækjarmótsvegi til austurs og Votmúlavegi til suðurs.

 

Innan byggingarreita er heimilt að reisa íbúðarhús á tveimur hæðum, allt að 350 m², 50 m² gestahús, 80 m² bílskúr og 800 m² hesthús/skemmu. Bílskúrar geta verið stakir eða sambyggðir íbúðarhúsum. Hús verða staðsett innan byggingarreita í samráði við byggingarfulltrúa. Byggingarreitir eru að lágmarki 10 m frá lóðarmörkum, nema annað sé tekið fram á uppdrætti.

Mesta leyfilega mænishæð er 7 m miðað við gólfplötu. Þakform og byggingarefni er frjálst en mikilvægt er að húsin falli sem best að umhverfi sínu og hafi sama yfirbragð og megin form. 

Lögð er áhersla á að útsýni sé sem mest til suðausturs og skjólmyndun með skjólvegg eða gróðri frá norðri. Koma má fyrir trépalli og heitum potti innan byggingarreita íbúðarhúsa.  

 

Teikningar ásamt greinargerð og skilmálum, vegna tillögunnar munu liggja frammi á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi frá 17. maí til 28.júní 2018.  Öllum er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.

Frestur til að skila athugasemdum rennur út fimmtudaginn 28.júní 2018 og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa á skrifstofu hans að Austurvegi 67, 800 Selfossi.

 

Á sama tíma eru teikningar,greinargerð og skilmálar til kynningar á heimasíðu Árborgar http://www.arborg.is þar sem hægt er að skoða tillöguna og senda athugasemdir

 

 

 

Virðingarfyllst,

 

____________________________________

Bárður Guðmundsson

skipulags- og byggingafulltrúi