18.7.2019 | Tillaga að deiliskipulagsbreytingu hluta Austurbyggðar á Selfossi

Forsíða » Auglýsingar » Tillaga að deiliskipulagsbreytingu hluta Austurbyggðar á Selfossi
image_pdfimage_print

Samkvæmt 1.mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. auglýsir bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar tillögu að breyttu deiliskipulagi hluta Austurbyggðar á Selfossi í Sveitarfélaginu Árborg.

Sjá mynd

Deiliskipulagsbreytingin nær til allra lóða við Engjaland sem eru vestan við Austurhóla og norðan við Akurhóla, og nær til eftirfarandi: Leikskólalóðin við Engjaland 21 er færð nær fyrirhuguðu leiksvæði við Grundarland til að koma í veg fyrir skuggavarp frá fyrirhuguðum fjölbýlishúsum og er stækkuð um 892 m2. Parhúsalóðinni við Engjaland 1-3 er breytt í raðhúsalóð og verður Engjaland 1-5.  Parhúsalóðinni við Engjaland 5-7 verður breytt í raðhúsalóð og verður Engjaland 7-11.  Raðhúsalóðin við Engjaland 9-15 verður óbreytt en verður Engjaland 13-19. Fjölbýlishúsalóðum fjölgar úr 4 í 8 og eru við Engjaland 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14 og 16. Við þessa breytingu fjölgar íbúðum við Engjaland úr 152 í 220, einnig breytist aðkoma að öllum fjölbýlishúsalóðunum. Að öðru leyti gilda eldri skipulagsskilmálar.

 

Teikningar ásamt greinargerð vegna tillögunnar munu liggja frammi á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67 Selfossi frá og með fimmtudeginum 11. júlí 2019 til og með fimmtudeginum 22.ágúst 2019. Öllum er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila athugasemdum rennur út 22. ágúst 2019 og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa á skrifstofu hans að Austurvegi 67 , 800 Selfossi.

 

Á sama tíma eru teikningar og greinargerð til kynningar á heimasíðu Árborgar http://www.arborg.is þar sem hægt er að skoða tillöguna og senda athugasemdir til skipulags- og byggingarfulltrúa á netfangið skipulag@arborg.is

Virðingarfyllst,

Bárður Guðmundsson
skipulags- og byggingarfulltrúi.