30.8.2017 | Tómstundamessa Árborgar 2017- 31. ágúst í íþróttahúsi Vallaskóla kl. 15:30–18:30

Forsíða » Auglýsingar » Tómstundamessa Árborgar 2017- 31. ágúst í íþróttahúsi Vallaskóla kl. 15:30–18:30
image_pdfimage_print

Kæru foreldrar/forráðamenn í Sveitarfélaginu Árborg

Fimmtudaginn 31. ágúst mun Árborg sanda fyrir svokallaðri ,,tómstundamessu“ í íþróttahúsi Vallaskóla í samstarfi við grunnskóla, íþróttafélög og aðra aðila sem vinna með tómstundir barna og unglinga.

Allir aðilar sem vinna með frítíma barna og unglinga fá tækifæri til að kynna starf sitt fyrir börnum í grunnskólum og elstu bekkjum leikskóla og foreldrum þeirra. Má þar nefna meðal annars starf skáta, björgunarsveita og tónlistaskóla, auk þess sem fölmargar íþróttagreinar verða kynntar.

Ekki láta þetta tækifæri fram hjá ykkur fara til að kynnast öllu því tómstundastarfi sem er í boði fyrir barnið þitt í Árborg.

Forvarnarteymi Árborgar