29.7.2019 | Trjágróður við lóðamörk – áskorun til íbúa!

Forsíða » Auglýsingar » Trjágróður við lóðamörk – áskorun til íbúa!

image_pdfimage_print

Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir gangandi og akandi vegfarendur. Dæmi eru um að gangandi og hjólandi vegfarendur þurfi að víkja af gangstéttum á akbrautir vegna trjágróðurs og getur það skapað verulega hættu, sér í lagi fyrir unga vegfarendur. Eins getur trjágróður skyggt sýn ökumanna við gatnamót sem einnig skapar óþarfa hættu í umferðinni. Sveitarfélagið Árborg skorar á garðeigendur að klippa tré sín svo þau hvorki hindri vegfarendur, hylji umferðarskilti né dragi úr götulýsingu.

Sveitarfélagið fer fram á að lóðarhafar virði gr. 7.2.2. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 þar sem meðal annars kemur fram að íbúum sé skilt að halda trjágróðri innan lóðamarka.

Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar eða koma ábendingum á framfæri geta haft samband við Umhverfisdeildina í síma 480-1900 eða sent tölvupóst á thonustumidstod@arborg.is

 

 

 

Sveitarfélagið Árborg

Umhverfisdeild