13.8.2018 | Umhverfisverðlaun Árborgar 2018

Forsíða » Fréttir » Umhverfisverðlaun Árborgar 2018

image_pdfimage_print

Sveitarfélagið Árborg veitti síðasta laugardag í Sigtúnsgarðinum eftirfarandi umhverfisverðlaun:
Árbakka 5, fyrir fallegasta garð ársins 2018 og Menam, fyrir fallegasta fyrirtæki ársins 2018.
Fallegasta gatan var afhjúpuð föstudaginn 10. ágúst og hlaut Tröllhólar titilinn fallegasta gata ársins.

Við óskum öllum til hamingju með þessi verðlaun og vonum að þessi árlega hefð hvetji alla bæjarbúa til að halda vel utan um umhverfið sitt, allt árið um kring.

Menam – Fallegasta fyrirtæki ársins 2018. Eigendur Kristín Birta Jónsdóttir og Sigurður Ágústsson

Árbakki 5 – Fallegasti garður ársins 2018. Eigendur Eva Björk Kristjánsdóttir og Ásgeir Guðmundur Hilmarsson