4.1.2018 | Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning  2018

Forsíða » Auglýsingar » Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning  2018
image_pdfimage_print


Samkvæmt lögum um húsnæðisbætur nr. 75/2016 þarf að sækja um sérstakan húsnæðis-stuðning til sveitarfélaga.

Almennan húsnæðisstuðning skal sækja um til Íbúðalánasjóðs á vefsíðunni husbot.is.

Við undirritun umsóknar veita umsækjandi og aðrir heimilismenn, 18 ára og eldri, félagsþjónustu Árborgar heimild til að afla upplýsinga frá opinberum aðilum, svo sem Vinnumálastofnun, skattyfirvöldum, Þjóðskrá Íslands, Lánasjóði íslenskra námsmanna og sýslumönnum.  Sama gildir um heimild til að afla upplýsinga frá öðrum aðilum, svo sem viðurkenndum menntastofnunum innan hins almenna menntakerfis og leigusölum íbúðarhúsnæðis, sem nauðsynlegar eru við afgreiðslu umsóknar.  Hið sama á við um öflun nauðsynlegra upplýsinga frá sambærilegum aðilum erlendis þegar við á.

Ath.:
Umsókn skal hafa borist félagsþjónustu Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, eigi síðar en 20. janúar 2018.

 

 

 

Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir

félagsmálastjóri