12.4.2019 | Undirritun viljayfirlýsingar um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Selfossvelli

Forsíða » Fréttir » Undirritun viljayfirlýsingar um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Selfossvelli

image_pdfimage_print

Á aðalfundi Ungmennafélags Selfoss þann 4. apríl sl. skrifuðu fulltrúar Sveitarfélagsins Árborgar og Ungmennafélags Selfoss undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Selfossvelli til framtíðar. Báðir aðilar eru sammála um að uppbyggingin verði unnin í samræmi við tillögur Alark Arkitekta en fyrsti áfangi sem er hálft yfirbyggt fjölnota íþróttahús er nú í hönnunarferli.

Framtíðarmarkmiðin eru mjög metnaðarfull og mun sveitarfélagið vinna ítarlegri tímaáætlanir sem taka líka mið af uppbyggingu íþróttamannvirkja á öðrum stöðum í sveitarfélaginu. 

Við undirritun viljayfirlýsingarinnar voru Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, Viktor Stefán Pálsson, formaður Umf. Selfoss, Guðbjörg Jónsdóttir, formaður íþrótta- og menningarnefndar Árborgar og Tómas Ellert Tómasson, formaður framkvæmda- og veitustjórnar.