Dagskrá 2018

image_pdfimage_print

MENNINGARMÁNUÐURINN – OKTÓBER 2018 – DAGSKRÁ

Næst á dagskrá

18.október. Leikfélag Selfoss. Á vit ævintýranna. Litla Leikhúsið við Sigtún. Kl. 19:30 – 21:00
Barna og fjölskyldusýning byggð á ævintýri H.C. Andersens um Litla Kláus og Stóra Kláus og ljóðinu um Sálina hans Jóns míns eftir Davíð Stefánsson, stórskemmtilegum dýrgripum úr gullkistu ævintýranna. Í verkinu er frumflutt tónlist eftir Guðnýju Láru og Stefán Örn með textum eftir Karl Ágúst Úlfsson.
Nánari upplýsingar á facebook síðu Leikfélags Selfoss – sjá hér.

18.október. Sögulestur um Selfoss (seinni hluti). Hótel Selfoss. Kl. 20:30 – 22:00
Styttið leiðina sparið heiðina, þjónusta í heimabyggð – Bræðurnir Þorsteinn Tryggvi og Már Ingólfur Mássynir fræða okkur um hvernig litla samfélagið við brúnna stækkar hratt eftir  1960 og breytist á stuttum tíma úr sveitaþorpi í þjónustukjarna fyrir nærsveitirnar.
Tónlist í flutningi Karitas Hörpu. Frítt inn.

Listasmiðja nr.3 með Davíð Art. Sundhöll Selfoss
18.október. Kl. 13:00 – 16:00.
19.október. Kl. 13:00 – 16:00
Síðasta lota listasmiðju fyrir börn og unglinga í menningarmánuði Árborgar. Hver listasmiðja vinnur með eitt þema, en öll þrjú tengjast umhverfi okkar og sýn á Sveitarfélagið Árborg. Listasmiðjunum lýkur með sameiginlegri sýningu á Hótel Selfoss, sem hefst laugardaginn 20. Október.
Leiðbeinandi: Davíð Art

20.október. Leikfélag Selfoss. Á vit ævintýranna. Litla Leikhúsið við Sigtún. Kl. 13:00 – 14:30
Barna og fjölskyldusýning byggð á ævintýri H.C. Andersens um Litla Kláus og Stóra Kláus og ljóðinu um Sálina hans Jóns míns eftir Davíð Stefánsson, stórskemmtilegum dýrgripum úr gullkistu ævintýranna. Í verkinu er frumflutt tónlist eftir Guðnýju Láru og Stefán Örn með textum eftir Karl Ágúst Úlfsson.
Nánari upplýsingar á facebook síðu Leikfélags Selfoss – sjá hér.

20.október. Lokadagur Listasmiðju Davíð Art. Hótel Selfoss. Kl. 13:00 – 18:00
Listasmiðjunum lýkur með sameiginlegri sýningu á Hótel Selfoss. Sýningin verður út október mánuð.

20.október. 70 ára afmæli Kvenfélags Selfoss. Fjallaskálinn Sunnulækjarskóla. Kl. 15:00 – 18:00
Á dagskrá verður meðal annars leiklestur, einsöngur, tónlistar- og ljóðaflutningur. Sýning – Hönnuðir úr héraði kynna og sýna verk sín. Léttar veitingar. Frítt inn.

25.október. Leikfélag Selfoss. Á vit ævintýranna. Litla Leikhúsið við Sigtún. Kl. 19:30 – 21:00
Barna og fjölskyldusýning byggð á ævintýri H.C. Andersens um Litla Kláus og Stóra Kláus og ljóðinu um Sálina hans Jóns míns eftir Davíð Stefánsson, stórskemmtilegum dýrgripum úr gullkistu ævintýranna. Í verkinu er frumflutt tónlist eftir Guðnýju Láru og Stefán Örn með textum eftir Karl Ágúst Úlfsson.
Nánari upplýsingar á facebook síðu Leikfélags Selfoss – sjá hér.

27.október. Málþing um Ragnheiði Jónsdóttur. Hólmaröst Menningarverstöðin Stokkseyri. Kl. 15:00 – 17:00
Þorgrímur Gestsson flytur erindi, Ragnheiður Gestsdóttir les úr verkum Ragnheiðar Jónsdóttur. Dagný Kristjánsdóttir leiðir okkur í gegnum fræðilegu hliðar verka Ragnheiðar og Bjarki Sveinbjörnsson mun formlega opna nýja sögusíðu um Stokkseyri. Kaffi og léttar veitingar. Frítt inn.

Sjá heildardagskrá yfir Menningarmánuðinn október