Vor í Árborg 2017

image_pdfimage_print

Vor í Árborg 2017 verður haldið dagana 20.- 23. apríl nk. Sumardagurinn fyrsti er fimmtudagurinn 20. apríl en þá hefst hátíðin með veglegri dagskrá sem hefst á skrúðgöngu skátafélagsins kl. 13:00. 

Vor í Árborg – dagskrá 2017
 

Vor í Árborg er bæjar- og menningarhátíð sem haldin er af Sveitarfélaginu Árborg ár hvert. Lagt er upp með fjölbreytta viðburði um allt sveitarfélagið þar sem listamenn, handverksfólk, tónlistarfólk ljósmyndarar o.fl geta sýnt sinn afrakstur í sem víðustum skilningi. Viðburðir í öllum byggðarkjörnum, ljósmyndasýningar, opin hús, myndlistarsýningar og fleira sem verður í gangi alla helgina. Nóg verður um að vera fyrir yngri kynslóðina en fjölskylduleikurinn „Gaman saman sem fjölskylda“ verður á sínum stað. Gaman Saman leikurinn er stimpilleikur þar sem börnin fá vegabréf með viðburðum sem hægt er að heimsækja yfir helgina og fá stimpil fyrir. Vegabréfið fylgir dagskrá hátíðarinnar en einnig er hægt að fá slíkt á öllum þátttökustöðum. Meðal viðburða er sundferð, skák, gönguferð, ratleikur o.fl. Vegabréfinu er síðan skilað inn og heppnir þátttakendur fá veglega vinninga. Nánari upplýsingar um dagskrá og viðburði verður að finna hér að neðan en dagskrá verður einnig borin í hús í sveitarfélaginu.
 

 

 

 

Fréttir um Vor í Árborg
Vor í Árborg – hugmyndir að viðburðum