Viðbrögð við jarðskjálfta

Fólk sem er innandyra þegar jarðskjálftar verða á að;

 • Fara í opnar dyr eða út í horn burðarveggja og standa þar
 • Forðast háreist húsgögn
 • Gæta að börnum og sýna stillingu
 • Forðast vanhugsaðar aðgerðir

Fólk sem er utandyra þegar jarðskjálftar verða á að;

 • Forðast háar byggingar, raflínur og grjóthrun úr hlíðum fjalla
 • Leita stystu leiða á opin svæði
 • Þeir sem eru í bifreið skulu stöðva hana á svæðum án hrunhættu

 

 • Sofa ekki undir óstyrktum hlöðnum milliveggjum
 • Festa vel stór og þung húsgögn við burðarveggi
 • Festa stórar ljósakrónur í lokaðri lykkju
 • Hafa þyngstu hlutina neðst í hillum
 • Geyma eldfim efni í traustum lokuðum ílátum
 • Hafa ávallt á vísum stað eftirfarandi hluti:
  Slökkvitæki, rafhlöðuljós og ferðaviðtæki með auka rafhlöðum, sjúkrakassa og helstu verkfæri, s.s. hamar, sög, tangir, skrúfjárn, skóflu og kúbein

 

 

Ef vá ber að höndum og hættuástand ríkir verða leiðbeiningar um æskileg viðbrögð almennings gefnar um útvarp og sjónvarp ef kostur er.

Fjöldahjálparstöðvar eru: Sólvallaskóli á Selfossi, Brautarholtsskóli á Skeiðum, Aratunga í Reykholti, Minni Borg í Grímsnesi og Menntaskólinn að Laugarvatni.

Hjálparstöðvum er stjórnað af þjálfuðum mannskap frá Rauða krossinum. Þær geta annars vegar þjónað heimamönnum ef hættan er heima fyrir og hins vegar aðkomufólki sem tekið er á móti frá hættusvæðum annars staðar vegna vár sem þar hefur átt sér stað.

Munum að við búum í landi náttúruhamfara. Sýnum fyllstu aðgætni og fyrirhyggju í samskiptum okkar við náttúruöflin.

Almannavarnanefnd Árborgar og nágrennis

Nefndin þjónar íbúum í Sveitarfélaginu Árborg, Grímsnes- og Grafningshreppi, Þingvallahreppi, Laugardalshreppi, Biskupstungnahreppi, Skeiðahreppi, Villingaholtshreppi, Gaulverjabæjarhreppi, Hraungerðishreppi og íbúum Ölfusshrepps frá Kögunarhóli að Sogsbrú.