Jól í Árborg 2017

Forsíða » Upplýsingar » Jól í Árborg » Jól í Árborg 2017
image_pdfimage_print

Sveitarfélagið Árborg fer í jólabúninginn ár hvert um miðjan nóvember þegar kveikt er á jólaljósunum við hátíðlega athöfn fyrir framan Ráðhúsið. Hérna er er hægt að finna helstu upplýsingar um allt sem við kemur Jólum í Árborg 2017. Jólaviðburðadagatalið er gefið út árlega og í því eru helstu viðburðir í sveitarfélaginu frá lok nóvember og fram að þrettándanum. Fyrirtæki og stofnanir eru virkilega jákvæð fyrir því að taka þátt í „Jólagluggunum“ en það fer þannig fram að þau skreyta einn glugga hjá sér og setja sérstakan bókstaf í gluggann sem krakkar geta síðan fundið og notað til að leysa orðagátu. Leikurinn fer fram frá 1 – 24. desember. Vonandi finna allir sér eitthvað við sitt hæfi við undirbúning jólahátíðarinnar en ekki gleyma gleðinni og samverunni með fjölskyldunni.

jolagardur Jólasveinarnir

Jól í Árborg 2017 – viðburðadagatal

Jólagluggar 2017 – Hvar opna gluggarnir

Sjá jólaglugga 2017

Jólagátan – þátttökueyðublað 2017