Jól í Árborg 2018

Forsíða » Upplýsingar » Jól í Árborg » Jól í Árborg 2018
image_pdfimage_print

 

 

Hér verður hægt að finna upplýsingar um helstu viðburði í tengslum við jólahátíðina í Sveitarfélaginu Árborg. Gefið er út viðburðadagatal og geta áhugasamir sent inn upplýsingar til 13. nóvember nk. í tölvupósti á olafur.rafnar@arborg.is / bragi@arborg.is eða í síma 480-1900. 

Kveikt er á jólaljósunum í Árborg fimmtudaginn 15. nóvember nk. kl. 18:00 fyrir framan Ráðhús Árborgar á Selfossi. Dagskrá hefst kl. 17:40 með tónlistarflutningi frá Þóri Geir Guðmundssyni og barna- og unglingakór Selfosskirkju. Skátafélagið Fossbúar gefa kakó á staðnum og verslanir eru opnar lengur þetta kvöldið. 

Jólagluggarnir opna í stofnunum og fyrirtækjum á svæðinu frá 1. des. – 24. des. og verður jólagátan í gangi fyrir yngri kynslóðina. Gátan virkar þannig að þátttakendur skoða hvern jólaglugga og finna bókstaf í glugganum sem er svo settur á þátttökueyðublaðið. Bókstafirnir mynda setningu sem gefur þér svar við spurningum á blaðinu. Síðan er hægt að skila inn lausninni og eiga möguleika á verðlaunum.