Ungmennahús – Pakkhúsið

Forsíða » Upplýsingar » Ungmennahús – Pakkhúsið
image_pdfimage_print

 Sjá heimasíðu Pakkhússins

Pakkhúsið er ungmennahús sem stofnað var þann 1. desember 2008 og er staðsett að Austurvegi 2b (fyrir aftan ráðhúsið/bókasafnið). Húsið er hugsað sem samkomustaður fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára þar sem ýmislegt má finna sér að gera. Fyrir það fyrsta er aðstaðan í húsinu glæsileg, en af tækjum og tólum má til dæmis nefna fjórar leikjatölvur, billiard-borð, füssballborð, borðtennisborð, píluspjald, æfinga- og upptökuhljóðver fyrir hljómsveitir, eldhúsaðstöðu, breiðtjald fyrir sjónvarps- og kvikmyndasýningar og margt fleira. Auk þess eru reglulega ýmsir viðburðir haldnir í húsinu, en þar má helst nefna mót/keppnir í fölmörgum greinum, spurningakeppnina Pakk Quiz, fjölbreytt námskeið, kvikmyndasýningar, spilakvöld, brjóstsykurgerð og síðast en ekki síst lista- og menningarhátíðina Drepstokk sem haldin er árlega á vorin. Hvort sem um er að ræða einstaklinga eða vinahópa þá er Pakkhúsið tilvalin staður til að hittast og eiga góða stund saman og jafnvel kynnast nýju fólki. Einnig er sjálfsagt að nýta húsið fyrir utanaðkomandi starfsemi, til dæmis frá félögum eða samtökum sem skipuð eru ungu fólki. Fyrir hönd starfsmanna Pakkhússins vil ég eindregið hvetja ungt fólk sem náð hefur 16 ára aldri að kynna sér þessa glæsilegu aðstöðu sem sveitarfélagið okkar hefur upp á að bjóða. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni pakkhusid.is og á facebook

Pakkhúsið er opið sem hér segir: sjá heimasíðu pakkhusid.is