19.7.2018 | Utankjörfundarkosning er hafin hjá sýslumönnum um land um miðbæjarskipulagið á Selfossi

Forsíða » Auglýsingar » Utankjörfundarkosning er hafin hjá sýslumönnum um land um miðbæjarskipulagið á Selfossi
image_pdfimage_print

Bæjarráð Árborgar samþykkti á síðasta fundi sínum 13. júlí 2018, að íbúakosning um skipulag miðbæjarins fari fram laugardaginn 18. ágúst næstkomandi.

Eftirfarandi spurningar verða á kjörseðli:

Spurning nr. 1
Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) tillögu að breytingu sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti hinn 21. febrúar 2018 á aðalskipulagi Selfoss vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss?
Hlynnt(ur)
Andvíg(ur)

Spurning nr. 2
Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) tillögu að breytingu sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti hinn 21. febrúar 2018 á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss?
Hlynnt(ur)
Andvíg(ur)

Niðurstaða atkvæðagreiðslu íbúakosninga úr íbúakosningu um breytingu á aðal- og deiliskipulagi fyrir miðbæinn á Selfossi verður bindandi fyrir ákvörðun bæjarstjórnar um framhald málsins. Þessi binding bæjarstjórnar nær eingöngu til málsins ef að lágmarki 29% kjörgengra íbúa tekur þátt í kosningunni. Ef hins vegar færri en 29% íbúa taka þátt í kosningunni verður niðurstaðan ráðgefandi fyrir endanlega ákvörðun bæjarstjórnar.

Upplýsingar um viðkomandi tillögur að breytingu á deiliskipulagi og aðalskipulagi má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins, arborg.is og einnig á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.