16.8.2018 | Útboð á akstursþjónustu í Árborg

Forsíða » Auglýsingar » Útboð á akstursþjónustu í Árborg
image_pdfimage_print

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í akstursþjónustu í Árborg á tímabilinu 1. september 2018 -20. desember 2018 eins og nánar er lýst í útboðsgögnum.  Um er að ræða akstur með börn í frístundir innan Árborgar alla virka daga, frá kl. 13:00 – 15:30, samkvæmt tímatöflu.  Gert er ráð fyrir að tvær hópbifreiðar sinni akstrinum, önnur á Selfossi en hin fer á milli Eyrabakka, Stokkseyri og Selfoss.  Þá þarf bjóðandi að hafa tiltækar varabifreiðar eins og nánar er tilgreint í útboðsgögnum.

Útboðsgögn verða afhent á .pdf formi með tölvupósti frá og með 25. júlí 2018.  Beiðnir um afhendingu útboðsgagna skulu sendar á netfangið utbod@arborg.is þar sem fram koma upplýsingar um nafn, netfang og símanúmer bjóðanda auk upplýsinga um tengilið.  Tilboðum skal skilað eigi síðar en 20. ágúst 2018.