29.7.2019 | ÚTBOÐ – BJARKARLAND, GATNAGERÐ OG LAGNIR – 1. ÁFANGI 2019

Forsíða » Auglýsingar » ÚTBOÐ – BJARKARLAND, GATNAGERÐ OG LAGNIR – 1. ÁFANGI 2019
image_pdfimage_print

Fyrir hönd Mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar er óskað eftir tilboðum í framkvæmdina, Fjölnota íþróttahús á Selfossi, jarðvinna.

Um er að ræða jarðvinnu vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar á fjölnota íþróttahúsi á lóð ungmennafélagsins UMFS við Engjaveg, 800 Selfoss. Um er að ræða uppgröft á svæði auk þjöppun fyllingar. Með verkinu fylgir lagning og frágangur á jarðvatnslögnum, frárennsli og aðveitulögnum fyrir neysluvatn og hita sem liggja undir fyrirhuguðum undirstöðum íþróttahúss.

Jarðvinnu er skipt niður í áfanga og er gert ráð fyrir eftirfarandi dagsetningum fyrir skil á hverjum áfanga fyrir sig:
Áfangi 1: Áfanga skal lokið fyrir 15.11.2019 þannig að byggingarverktaki geti hafist handa við að slá upp mótum og steypa undirstöður.
Áfangi 2: Áfanga skal lokið fyrir 15.1.2020.
Áfangi 3: Áfanga skal lokið fyrir 20.5.2020.
Áfangi 4: Áfanga skal lokið fyrir 15.7.2020 þannig að unnt sé að gera hlé á framkvæmdum á meðan unglingalandsmóti UMFÍ fer fram.

Áætluð verklok eru 1.8.2021 þegar verktaki afhendir bygginguna til notkunar.

Nokkrar magntölur: –
Gröftur á jarðvegsmönum: 4.150 m³ –
Uppgröftur: 14.400 m3 –
Gröftur fyrir lögnum: 860 lm –
Fyllingar: 14600 m3 –
Vökvunarkerfi (lagnir): 140 m –
Frárennslislagnir ( í jörðu): 950 m

Gert er ráð fyrir að hægt verði að nýta eitthvað af uppgröfnu efni á svæðinu sem fyllingarefni.

Útboðsgögn verða afhent með rafrænum hætti frá og með 29.7.2019. Senda skal ósk um gögn á tölvupóstfang verkis.selfoss@verkis.is með nafni fyrirtækis, heimilisfangi og síma.

Kynningarfundur verður haldinn 6. ágúst kl. 14:00 á fyrirhuguðum byggingarstað.

Tilboðum skal skila inn til Ráðhúss Árborgar, Austurvegi 2, 800 fyrir kl. 11:00, 16. september 2019, en þá verða þau opnuð að viðstöddum fulltrúum verkkaupa og þeim bjóðendum sem þess óska.