22.3.2019 | Útboð – Uppbygging og rekstur ljósleiðarakerfis

Forsíða » Auglýsingar » Útboð – Uppbygging og rekstur ljósleiðarakerfis

image_pdfimage_print


Sveitarfélagið Árborg
Uppbygging og rekstur ljósleiðarakerfis
EFLA verkfræðistofa óskar eftir tilboðum í uppbyggingu og rekstur ljósleiðarakerfis í dreifbýli Árborgar. Gert er ráð fyrir að bjóðandi verði eigandi kerfisins og allar fjárfestingar í efni og öðru sem tengjast því eru eignfærðar á hann. Jafnframt sjái bjóðandi um rekstur kerfisins til frambúðar. Uppbyggingunni er skipt í 2 áfanga.
Verklok uppbyggingar áfanga 1 eru eigi síðar en 20.12.2019. Verklok áfanga 2 eru eigi síðar en 31.08.2020.

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með miðvikudeginum 27. mars 2019. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Reyni Valdimarsson með tölvupósti, reynir.valdimarsson@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti.
Tilboðum skal skila á Verkfræðistofuna EFLU, Austurvegi 1-5, 800 Selfossi fyrir kl. 11:00 mánudaginn 8. apríl 2019, en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Sjá auglýsingu