Útboð vegna heildarendurskoðunar á aðalskipulagi Árborgar

Hjá Sveitarfélaginu Árborg er fyrirhugað að ráðast í heildarendurskoðun aðalskipulags. Af því tilefni óskar sveitarfélagið eftir tilboðum í vinnu ráðgjafateymis með sérfræðiþekkingu á sviði skipulagsmála og umhverfismats eins og nánar er kveðið á um í útboðsgögnum.  Áætlað er að verkinu verði að fullu lokið í árslok 2021.

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi (.pdf) með tölvupósti frá og með 25. júní 2019.  Beiðnir um afhendingu útboðsgagna og fyrirspurnir skulu sendar á netfangið utbod@arborg.is þar sem fram koma upplýsingar um nafn, netfang og símanúmer bjóðanda auk upplýsinga um tengilið.  Tilboðum skal skilað eigi síðar en 31. júlí 2019 kl. 11:00 á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi ehf., Austurvegi 1-5 á Selfossi.

Sveitarfélagið Árborg