Akstursleið 71 | Breyting á tímaáætlun
Eftir 5. nóvember næstkomandi verður breyting á tímaáætlun morgunumferðar frá Þorlákshöfn.
Vegagerðin tilkynnir hér með að eftir þann 5. nóvember nk. mun tímaáætlun morgunferðar leiðar 71 frá Þorlákshöfn breytast
Brottför leiðarinnar frá Þorlákshöfn er í dag á virkum dögum kl. 07:25 en verður flýtt um 9 mínútur svo að brottför verður í staðin kl. 07:16.
Þessi breyting er gerð til að farþegar frá Þorlákshöfn geti náð 51 í átt að Reykjavík
Leið 51 í átt að Reykjavík kemur í Hveragerði kl. 07:38 og í áttina að Selfossi er leið 51 kl. 07:45 í Hveragerði.
Virðingarfyllst
Vegagerðin