Breyting á opnunartíma símavers
Opnunartími símavers í ráðhúsi breytist frá og með þriðjudeginum 1. ágúst.
Eftir breytingar verður símsvörun í símaveri Árborgar frá kl. 9:00 - 15:00, mánudaga - fimmtudaga og föstudaga frá kl. 9:00 - 12:00. Breytingin er liður í hagræðingaraðgerðum sveitarfélagsins. Þjónustuborð verður áfram opið mánudaga - fimmtudaga frá kl. 9:00 - 16:00 og föstudaga frá 9:00 - 12:00.