Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Framkvæmdir vegagerðar

Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka ef veður leyfir:

Mánudagskvöldið 27. júlí er stefnt á að malbika Þjóðveg 1 á milli Hveragerðis og Selfoss. Veginum verður alveg lokað og verður sett upp hjáleið um Eyrabakkaveg. 
Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. Viðhengdu lokunarplani 8.0.85,86,87,88.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 19:00 til kl. 06:00

Þriðjudaginn 28. júlí er stefnt á að malbika Þjóðveg 1 á milli Hveragerðis og Selfoss. Lokað verður fyrir umferð á leið austur og verður hjáleið um Eyrabakkaveg. Umferð á leið vestur ekur meðfram vinnusvæði á þeirri akrein sem ekki er verið að malbika. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. Viðhengdu lokunarplani 8.0.85,86,87,88 .
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 07:00 til kl. 19:00 

Þriðjudagskvöldið 28. júlí er stefnt á að malbika Austurveg á Selfossi, frá Hörðuvöllum að hringtorginu, í vesturátt. Veginum verður lokað á meðan framkvæmdum stendur, viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. viðhengdu lokunarplani 8.0.84.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 19:00 til kl. 03:00
Einnig er stefnt á að fræsa beygjuramp frá Miklubraut niður á Reykjanesbraut. Rampinum verður lokað og verður hjáleið um mislægu gatnamótin. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. viðhengdu lokunarplani 8.0.23 .
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 18:00 til kl. 00:00

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica