Framkvæmdir við Fossheiði 1 - 15
Ráðist verður í endurnýjun lagna við Fossheiði 1 - 15. Framkvæmdir hefjast á allra næstu dögum og gætu staðið fram í febrúar.
Loka þarf Fossheiðinni milli Eyrarvegs og Gagnheiðar um tíma
Brýn nauðsyn er að ráðast í þessar framkvæmdir þar sem lagnir eru úr sér gengnar og erfitt er að tryggja rekstar öryggi þeirra.
Við vekjum athygli íbúa á að skurðgröfturinn við Fossheiði verður fyrir utan veg en verktaki mun taka aðra akrein að hluta til undir framkvæmdir.