Suðurhólar lokaðir tímabundið milli Vesturhóla og Tryggvagötu
Vegna vinnu við gerð nýs hringtorgs við Hólastekk, Jórvík og Suðurhóla verður Suðurhólum lokað þann 18. september nk. milli Vesturhóla og Tryggvagötu.
Hjáleið fyrir fólksbílaumferð verður um Tryggvagötu, Norðurhóla og Vesturhóla. Umferð stærri bíla er beint um Austurveg og Eyraveg. Umferð að Jórvík verður óbreytt eða um Hólastekk.
Lokunin varir í 6 vikur.
Mannvirkja- og umhverfissvið Árborgar