Þjónusta á tímum COVID
Þjónusta sveitarfélagsins verður með sama hætti eins og kostur er en þó eru takmarkanir á aðgangi í Ráðhúsi og lokað hefur verið fyrir utanaðkomandi aðila að Austurvegi 67.
Ráðhúsið er opið en á bókasafni og í móttöku þjónustuvers mega einungis vera 10 manns með starfsfólki.
Við beinum fólki á netspjall sveitarfélagsins eða hafa samband við starfsfólk gegnum síma.
Nánari upplýsingar um þjónustu við Austurveg 67, Mannvirkja- og umhverfissvið og tengiliðaskrá er að finna hér.
Meira er nú um rafræna þjónustu þar sem viðtöl eru tekin á fjarfundum og í skólum eru fjöldatakmarkanir á kennslusvæðum og grímuskylda við ákveðnar aðstæður til að lágmarka smithættu.
Við biðjum íbúa og aðra gesti á starfsstöðvum sveitarfélagsins að fara gætilega og virða gildandi reglur um aðgengi, fjarlægð milli manna og fjölda á hverjum stað.