4.10.2017 | Verðkönnun Selfossveitur bs. óska eftir tilboðum í uppsetningu og rekstur hæghleðslustöðva í Sveitarfélaginu Árborg.

Forsíða » Auglýsingar » Verðkönnun Selfossveitur bs. óska eftir tilboðum í uppsetningu og rekstur hæghleðslustöðva í Sveitarfélaginu Árborg.
image_pdfimage_print

Verðkönnun

Selfossveitur bs. óska eftir tilboðum í uppsetningu og rekstur hæghleðslustöðva í Sveitarfélaginu Árborg.  Óskað er eftir tilboðum í verkefnið eins og því er lýst í verðkönnunargögnum.

Um er að ræða uppsetningu og rekstur á fimm hæghleðslustöðvum í Árborg, þrjár verða staðsettar á Selfossi, ein á Eyrarbakka og ein á Stokkseyri.  Stöðvarnar skulu vera tilbúnar til notkunar fyrir almenning þann 31. janúar 2018.

Verðkönnunargögn verða afhent á .pdf formi frá og með 9. október 2017. 
Beiðnir um afhendingu verðkönnunargagna skulu sendar á netfangið utbod@arborg.is þar sem fram koma upplýsingar um nafn, netfang og símanúmer bjóðanda. 
Nánari upplýsingar gefur Jón Tryggvi Guðmundsson í gegnum netfangið jont@arborg.is
Tilboðum skal skilað á netfangið utbod@arborg.is eigi síðar en kl. 11:00 þann 27. október 2017.