11.3.2019 | Verktökum stendur til boða skráning á verktakalista vegna viðhalds húsa og lóða

Forsíða » Auglýsingar » Verktökum stendur til boða skráning á verktakalista vegna viðhalds húsa og lóða

image_pdfimage_print

 

Verktakar á byggingasviði athugið
Verktökum stendur til boða skráning á verktakalista vegna viðhalds húsa og lóða,

F.h. Eignadeildar Svf. Árborgar er óskað eftir umsóknum verktaka til þátttöku í væntanlegum verðfyrirspurnum og tímavinnu vegna endurbóta, viðhaldsvinnu o.fl. í fasteignum sveitarfélagsins á eftirfarandi starfsviðum:

 • Húsasmíði/Trésmíði                      Almenn viðhaldsvinna og nýsmíði utanhúss og innan
 •  Innréttingar/Hurðir                     Sérsmíði innréttinga og hurða
 •  Gluggar/Hurðir                             Sérsmíði glugga og svalahurða
 •  Dúka/Teppalögn/Veggfóður      Gólfdúkalagnir, teppalögn og viðgerðir
 •  Múrverk/Steypuvinna                 Almennar múrviðgerðir, flísalögn o.fl.
 •  Pappa/Dúkalagnir á þök             Ýmsar viðgerðir og endurnýjun á þakpappa
 •  Pípulagnir/Snjóbræðsla              Almennt viðhald, endurbætur og nýlagnir
 •  Raflagnir                                         Almennt viðhald, endurbætur og nýlagnir
 •  Blikksmíði                                      Loftræsikerfi, rennur og niðurföll, hreinsun loftstokka
 •  Járnsmíði                                       Ýmiskonar sérsmíði og viðgerðir
 •   Málun                                            Ýmis málningarvinna
 •   Bílastæða/Gatnamálun             Merkingar á lóðum við stofnanir bæjarinns
 •   Stíflulosun/Skólpdæling           Stíflulosun og hreinsun lagna
 •   Steypusögun/Múrbrot              Steypusögun, múrbrot og kjarnaborun
 •   Niðurrif mannvirkja                  Hús og önnur mannvirki
 •   Jarðvinna                                     Ýmiskonar jarðvegsframkvæmdir
 •   Hellulagnir                                  Ýmsar hellulagnir og frágangur
 •   Gangstétta/Kantsteypa            Ýmis steypuvinna á lóðum við stofnanir bæjarins
 •   Garðyrkja/Landmótun            Umhirða og endurbætur á lóðum við stofnanir
 •   Malbiksviðgerðir                       Lagfæringar á bílastæðum ofl.

Fyrir upphaf verka sem verktaki annast fyrir Eignadeild mun hann verða krafinn um staðfestingu á skuldastöðu við lífeyrissjóði og ríkissjóð. Einungis þeir verktakar koma til greina, sem eru í skilum með lífeyrissjóðsiðgjöld og opinber gjöld.

Rafræn umsóknareiðublöð má finna á Heimasíðu Árborgar www.arborg.is

Einnig er hægt að nálgast gögn hjá Eignadeild Svf. Árborgar, Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða fá sent í tölvupósti.  

Umsóknum skal skilað sem fyrst til Eignadeildar eða senda útfyllta umsókn á netfangið odinn@arborg.is

ATH. „Gildir einungis fyrir verkefni sem falla ekki undir útboðsskyldu þ.e. verk sem eru undir 28 mil.kr.“

Umsókn um þáttöku í verðfyrirspurnum

Töfluskrá