14.11.2017 | Verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka

Forsíða » Fréttir » Verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka

image_pdfimage_print

Miðvikudaginn 22. nóvember nk. kl. 14-18 verða ráðgjafar í verkefninu „Verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka“ með vinnufund í Húsinu á Eyrarbakka. Þeir sem búa yfir upplýsingum eða gögnum sem nýtast verkefninu, svo sem um sögu húsa, minjastaði eða eiga gamlar ljósmyndir og teikningar frá Eyrarbakka, eru hvattir til að líta við í Húsinu, en fundurinn er öllum opinn. Ennfremur eru þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í samráðshópi, sem mun m.a. fjalla um verndarflokka og skilmála tillögunnar, hvattir til að koma til fundar við ráðgjafana á framangreindum tíma eða hafa samband við Svanhildi Gunnlaugsdóttur í síma 482 4090 eða á svanhildur@landform.is .

Sveitarfélagið Árborg