7.11.2017 | Við Sunnulækjarskóla á Selfossi vantar kennara til starfa frá og með 15. desember n.k.

Forsíða » Auglýsingar » Við Sunnulækjarskóla á Selfossi vantar kennara til starfa frá og með 15. desember n.k.
image_pdfimage_print

Við Sunnulækjarskóla á Selfossi vantar kennara til starfa frá og með 15. desember n.k. Ráðningin er tímabundin afleysing í fæðingarorlofi. Meðal kennslugreina er myndmennt á yngsta stigi.

Umsækjandi þarf að hafa góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum.  Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfið hentar jafnt konum sem körlum.

Nánari upplýsingar má fá hjá skólastjóra í síma 480-5400 og á vefsíðu skólans: http://www.sunnulaekjarskoli.is

Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum sendist Birgi Edwald, skólastjóra, birgir@sunnulaek.is eða Sunnulækjarskóli, Norðurhólum 1, 800 Selfoss.

 

Umsóknarfrestur er til 20. nóvember 2017.

 

Skólastjóri