Kynningarfundur | Verndarsvæði í byggð

  • 14.6.2021, 20:00 - 21:30, Samkomuhúsið Staður

Haldinn verður kynningarfundur að Stað mánudaginn 14. júní, kl. 20:00

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar hefur skv. lögum um Verndarsvæði í byggð, látið meta hvort lög um verndarsvæði í byggð eigi við um elsta hluta þorpsins á Eyrarbakka. Á grundvelli þess mats, sem fram kemur í greinargerð verkefnisins, leggur bæjarstjórn til að sá hluti þorpsins á Eyrarbakka, sem samkvæmt aðalskipulagi Árborgar 2010 - 2030 fellur undir hverfisvernd, fái stöðu verndarsvæðis í byggð.

Svæðið er um 28 ha. að stærð og nær yfir elsta hluta Eyrarbakka þar sem flest hin svokölluðu aldamótahús standa og voru byggð út frá jörðunum Einarshöfn, Skúmsstöðum og Háeyri.

Markmið kynningarfundarins er að kynna fyrir íbúum og hagsmunaaðilum þá vinnu sem liggur orðið fyrir í formi greinargerðar og tillögu fyrir verkefnið ”Eyrarbakki - Verndarsvæði í bygg”

Nánari um Verndasvæði í byggð

Áhugasamir eru hvattir til að mæta.

Sveitarfélagið Árborg


Viðburðadagatal

2.3.2024 - 25.8.2024 Listasafn Árnesinga Listasafn Árnesinga | Fjórar sýningar

Fjórar sýningar frá 02. mars til og með 25. ágúst.
Loftnet | Hamflettur | Kaþarsis | Draumur móður minnar

Sjá nánar
 

18.3.2024 - 22.4.2024 Listagjáin Konur á vettvangi karla | Listagjáin

Sýningin Konur á vettvangi karla var 30 ára afmælissýning Héraðsskjalasafns Árnesinga.

Sjá nánar
 

2.4.2024 - 25.4.2024 Myndlistarfélag Árnessýslu Myndlist 40-4 | apríl

Myndlistarfélag Árnessýslu býður öllum áhugasömum að taka þátt í opnum vinnustofum og örnámskeiði í apríl.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica