Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða


Kynningarfundur | Verndarsvæði í byggð

  • 14.6.2021, 20:00 - 21:30, Samkomuhúsið Staður

Haldinn verður kynningarfundur að Stað mánudaginn 14. júní, kl. 20:00

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar hefur skv. lögum um Verndarsvæði í byggð, látið meta hvort lög um verndarsvæði í byggð eigi við um elsta hluta þorpsins á Eyrarbakka. Á grundvelli þess mats, sem fram kemur í greinargerð verkefnisins, leggur bæjarstjórn til að sá hluti þorpsins á Eyrarbakka, sem samkvæmt aðalskipulagi Árborgar 2010 - 2030 fellur undir hverfisvernd, fái stöðu verndarsvæðis í byggð.

Svæðið er um 28 ha. að stærð og nær yfir elsta hluta Eyrarbakka þar sem flest hin svokölluðu aldamótahús standa og voru byggð út frá jörðunum Einarshöfn, Skúmsstöðum og Háeyri.

Markmið kynningarfundarins er að kynna fyrir íbúum og hagsmunaaðilum þá vinnu sem liggur orðið fyrir í formi greinargerðar og tillögu fyrir verkefnið ”Eyrarbakki - Verndarsvæði í bygg”

Nánari um Verndasvæði í byggð

Áhugasamir eru hvattir til að mæta.

Sveitarfélagið Árborg


Viðburðadagatal

IMG_3538

11.6.2021 - 31.7.2021 Listagjáin Lífssögur í Listagjánni

Samsýning þeirra Christine Gísladóttur, Gísla Sigurðssonar og Helgu R. Einarsdóttur

Sjá nánar
 

20.6.2021 - 15.9.2021 Byggðasafn Árnesinga Missir | Sumarsýning í Húsinu á Eyrarbakka

Persónulegir hlutir verða gjarnan dýrgripir eftirlifenda þegar ástvinur deyr. Þannig geyma látlausir hlutir líkt og pappírsbátur, herðasjal og sparibaukur oft mun dýpri sögu en virðist í fyrstu.

Sjá nánar
 

21.6.2021 20:00 - 22:00 JÁVERK - völlurinn Pepsi Max Deildin | Selfoss - Breiðablik

Þrátt fyrir að nú hafi verið slakað á sóttvörnum eru enn í gildi takmarkanir á fjölda áhorfenda

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica