SPUNAVÉLIN á Stokkseyri | skapandi tónlistarsmiðja fyrir 8-12 ára krakka

  • 23.10.2021, 10:00 - 15:00, Barnaskólinn | Stokkseyri
  • 24.10.2021, 10:00 - 17:00, Barnaskólinn | Stokkseyri

Tónlistarsmiðjan Spunavélin verður haldin helgina 23.- 24. október. Námskeiðið fer fram í húsnæði Barnaskóla Stokkseyrar og Eyrarbakka og er öllum krökkum á aldrinum 8-12 ára boðið að vera með!

Tónlistarsmiðjan Spunavélin verður haldin helgina 23.- 24. október á Stokkseyri og er öllum krökkum á aldrinum 8-12 ára boðið að vera með!

Í Spunavélinni förum við í skemmtilega tónlistarleiki, prófum okkur áfram á hljóðfæri og semjum tónlist saman. Hver veit nema þessi Spunavél verði með draugaþema þar sem veturnætur hefjast sama dag...og styttist í hrekkjavökuna?

SiggiogIngibjorg2

Siggi og Ingibjörg eru reyndir tónlistarmenn og leiðbeinendur í skapandi vinnusmiðjum. Þau eru hugmyndasmiðir og leiðbeinendur í Spunavélinni en hún hefur verið haldin víðsvegar um landið síðustu fimm ár, meðal annars á Listahátíð í Reykjavík, Þjóðlagahátíð á Siglufirði, á Sönghátíð í Hafnarborg, í Tónskóla Sigursveins og víðar.
Siggi er trommuleikari í rokkhljómsveitinni VAR en hún æfir í Orgelsmiðju Björgvins Tómassonar á Stokkseyri. Við munum því halda lokatónleika Spunavélarinnar í orgelsmiðjunni þar sem strákarnir í VAR spila með krökkunum tónlistina sem verður til í Spunavélinni!

Spunavélin er haldin með styrk frá SASS (uppbyggingarsjóði Suðurlands) og er því aðgangur ókeypis. 

Hins vegar er takmarkaður aðgangur og því þarf að taka frá pláss með því að skrá barnið.

Hlekkur á skráningarform: https://forms.gle/uBTMn2LnhPfdu7Ry5

Tímaplan

Laugardagur 23. október | Barnaskóla Stokkseyrar og Eyrarbakka á Stokkseyri
kl. 10:00 - 12:30 - Skapandi tónlistarvinna
Hádegispása (koma með nesti að heiman!)
kl. 13:00 - 15:00 - Skapandi tónlistarvinna

Sunnudagur 24. október | Barnaskóla Stokkseyrar og Orgelsmiðju Björgvins Tómassonar á Stokkseyri
kl. 10:00 - 12:30 - Skapandi tónlistarvinna í skólanum
Hádegispása (koma með nesti að heiman!)
kl. 13:00 - 15:00 - Skapandi tónlistarvinna, undirbúningur og æfingar fyrir tónleika með VAR í Orgelsmiðjunni.
kl. 15:30 - Lokatónleikar Spunavélarinnar ásamt VAR í Orgelsmiðjunni.

VAR

Ef spurningar vakna þá getið þið sent okkur skila í gegnum tölvupóstfangið spunavelin@gmail.com


Viðburðadagatal

2.3.2024 - 25.8.2024 Listasafn Árnesinga Listasafn Árnesinga | Fjórar sýningar

Fjórar sýningar frá 02. mars til og með 25. ágúst.
Loftnet | Hamflettur | Kaþarsis | Draumur móður minnar

Sjá nánar
 

18.3.2024 - 22.4.2024 Listagjáin Konur á vettvangi karla | Listagjáin

Sýningin Konur á vettvangi karla var 30 ára afmælissýning Héraðsskjalasafns Árnesinga.

Sjá nánar
 

2.4.2024 - 25.4.2024 Myndlistarfélag Árnessýslu Myndlist 40-4 | apríl

Myndlistarfélag Árnessýslu býður öllum áhugasömum að taka þátt í opnum vinnustofum og örnámskeiði í apríl.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica