Utanveltumaðurinn á Bókasafninu Selfossi
Bókakynning á Bókasafni Árborgar Selfossi laugardaginn 15. nóv. kl. 11
Á laugardaginn kl. 11:00 kemur Valdimar Gunnarsson í heimsókn til okkar á Bókasafn Árborgar að kynna bók sína "Utanveltumaður".
Utanveltumaður er fyrsta bók Valdimars og segir frá sérkennilegum Eyfirðingi sem fór vestur um haf.
Heitt á könnunni og verið öll innilega velkomin.





