15.8.2017 | Vilt þú gerast dagforeldri í Árborg?

Forsíða » Auglýsingar » Vilt þú gerast dagforeldri í Árborg?
image_pdfimage_print

Auglýst er eftir einstaklingum sem hafa áhuga á að gerast dagforeldri í Sveitarfélaginu Árborg.
Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi verktakar en umsjón og eftirlit með starfsemi dagforeldra sem og ráðgjöf til dagforeldra og foreldra er á vegum sveitarfélagsins.
Daggæsla í heimahúsum heyrir undir félagsþjónustu Árborgar og félagsmálanefnd Árborgar veitir leyfi til daggæslu barna í heimahúsum skv. reglugerð Félagsmálaráðuneytisins nr. 907/2005.

Ef þú hefur áhuga á að gerast dagforeldri í Árborg þá má finna umsóknareyðublað inn á Mín Árborg, rafrænni íbúagátt á www.arborg.is.

Frekari upplýsingar veita í síma 480-1900, Björg Maggý Pétursdóttir, ráðgjafaþroskaþjálfi, netfang: bjorgm@arborg.is